laugardagur, ágúst 5

dagur 1

stelpurnar eru mættar til sjöbenhávn og heilar á húfi þrátt fyrir miklar raðir á leifsstöð og seinkun í flugvélinni sem reyndar var kannski í lagi þar sem fallegasti karlamaður íslands er kenndur er við vesturport var viðstaddur svo ég gat drepið tímann við að glápa á.
einum leigubíl síðar vorum við komnar í sólina á tyrolsgade hjá Kristjáni Brynjari og Ellu Möggu og kærastanum hennar Carsten, svakalega kósí. Ofbosðlega glöð var ég í hjartanu þegar ég komst í hitann og sólina með ferðafélögunum mínum...
ohhh sólin, svo svakalega vanmetin.
dagurinn leið í sólbaði, göngutúrum um köben og kaffihúsa/bjórbrölti með kristjáni sem túrgæd, allt afskaplega nice og kósí.
reyndar verð ég að játa að það var óneitanlega skrýtið að vera komin í rómantísku borgina nema nú var engin rómantík í loftinu, bara spenningur fyrir tælandi og bjórþamb.
skrýtið.
við fórum í fallegan hommagarð og drukkum nokkra öl og gældum við geitungana vini okkar.
sushi nörrebrogade varð fyrir valinu í dinner þar sem ég er sjúk í sushið þar, nammi nammi, og svo hittum við völu og skara í einn öl á stað sem ég hef ekki farið á áður...
skrýtið að blogga um kaupmannahöfn frá þessu sjónarhorni.
engvar rósir. engin morgunmatur í rúmið. engin að leiðast.
skrýtið.
ekki vont skrtýtið en óneitanlega skrýtið, því verður ekki neitað.
með burstaðar tennur og skolað andlit er pælingin að fara kúra við kertaljós og bæta upp tapaðan svefn fyrir langa flugið á morgun til Lands Englanna.

tanorexian skaut upp sínum ljóta kolli, krakkarnir gerðu grín en ég veit í hjartanu að kannski innst inni undir mörgum húðæögum er ég tönnuð en á ysta hornlaginu er ég hvít, hvít segi ég!

JÆJA súr og þreytt með nýja fallega ipodinn minn sem spilar family guy...

þangað til á mánudaginn þegar ég verð komin með fallegu stelpunum til zions.

tjátjá

es. ég er með símann minn og sæt sms eru alltaf vinsæl

siggadögg
-semer skápa dani-

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

rómeó, ó rómeó.
Hann er án efa fallegasti karlmaður á Íslandi, tjah, og þótt víðar væri leitað...

ash

Nafnlaus sagði...

Ein ég sit og sauma.
Glöð að heyra í þér sætust!

Love
LL